Gosrásin upp í gíginn hafði stíflast

Gosið er nú í fullu fjöri.
Gosið er nú í fullu fjöri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands fór í ferð að gosstöðvun­um við Fagra­dals­fjall í gær.

Í Face­book-færslu hóps­ins seg­ir að margt hafi komið í ljós í ferðinni varðandi gos­hléið. Meðal ann­ars seg­ir í færsl­unni að gos­rás­in upp í gíg­inn hafi stífl­ast og varnaði því að kvika flæddi inn í hann. Þá má sjá nokk­ur mynd­bönd á síðu hóps­ins af kvik­unni.

Þar seg­ir ljóst að góðar vís­bend­ing­ar séu fyr­ir hendi að gosið hafi ekki stöðvast í þá átta og hálf­an dag sem var gos­hlé. 

Það er þó aug­ljóst að gos­rás­in upp í gíg­inn hef­ur stífl­ast og þessi stífla varnaði því að kvika flæddi inn í hann. Þetta kom einnig í veg fyr­ir mynd­un og streymi stóru gas­ból­anna og þess vegna var óró­inn svip­ur hjá sjón.“

Þá seg­ir að kvika hafi streymt upp um gos­rás­ina til yf­ir­borðs í gos­hlé­inu. 

Kvika á nokkr­um stöðum

Kvik­an sem flæddi inn í gíg­inn kom upp um gígop sem er und­ir norðvest­urgíg­veggn­um og síðar kom hún einnig upp um minni gígop ofar í gíg­veggn­um og féll niður í gíg­inn í mynd­ar­leg­um hraun­foss­um.

Á sama tíma sprautaðist hraunkvika í boga­dreg­inni bunu út úr gígopi á norðvest­ur gíg­veggn­um utan verðum.

Vest­ar í Geld­inga­döl­um rann einnig hraun, en það kom frá „kviku­hver­um“ sem mynduðust á nokkr­um stöðum í hraun­inu vest­ast í Geld­inga­döl­um.

„Sem sagt, eins og glóðin í himnaljór­an­um og sin­urn­ar í Geld­inga­döl­um bera vitni um, þá hef­ur óaf­gösuð kvika streymt niður í og safn­ast fyr­ir í Geld­inga­döl­um und­an­farna 8-9 daga. Í gær var innri þrýst­ing­ur­inn í þess­ari tjörn nægi­lega mik­ill til þess að brjóta sér leið upp í gegn­um hraunskorp­una þar sem „kviku­hver­irn­ir“ mynduðust.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert