Gosrásin upp í gíginn hafði stíflast

Gosið er nú í fullu fjöri.
Gosið er nú í fullu fjöri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands fór í ferð að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær.

Í Facebook-færslu hópsins segir að margt hafi komið í ljós í ferðinni varðandi goshléið. Meðal annars segir í færslunni að gosrásin upp í gíginn hafi stíflast og varnaði því að kvika flæddi inn í hann. Þá má sjá nokkur myndbönd á síðu hópsins af kvikunni.

Þar segir ljóst að góðar vísbendingar séu fyrir hendi að gosið hafi ekki stöðvast í þá átta og hálfan dag sem var goshlé. 

Það er þó augljóst að gosrásin upp í gíginn hefur stíflast og þessi stífla varnaði því að kvika flæddi inn í hann. Þetta kom einnig í veg fyrir myndun og streymi stóru gasbólanna og þess vegna var óróinn svipur hjá sjón.“

Þá segir að kvika hafi streymt upp um gosrásina til yfirborðs í goshléinu. 

Kvika á nokkrum stöðum

Kvikan sem flæddi inn í gíginn kom upp um gígop sem er undir norðvesturgígveggnum og síðar kom hún einnig upp um minni gígop ofar í gígveggnum og féll niður í gíginn í myndarlegum hraunfossum.

Á sama tíma sprautaðist hraunkvika í bogadreginni bunu út úr gígopi á norðvestur gígveggnum utan verðum.

Vestar í Geldingadölum rann einnig hraun, en það kom frá „kvikuhverum“ sem mynduðust á nokkrum stöðum í hrauninu vestast í Geldingadölum.

„Sem sagt, eins og glóðin í himnaljóranum og sinurnar í Geldingadölum bera vitni um, þá hefur óafgösuð kvika streymt niður í og safnast fyrir í Geldingadölum undanfarna 8-9 daga. Í gær var innri þrýstingurinn í þessari tjörn nægilega mikill til þess að brjóta sér leið upp í gegnum hraunskorpuna þar sem „kvikuhverirnir“ mynduðust.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert