Stormur á leiðinni

Hvassri suðaustanátt er spáð seinni partinn í dag með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands. Gular viðvaranir taka gildi síðdegis og í kvöld. 

„Með storminum í dag er spáð hviðum allt að 35-40 m/s frá því um kl.12 á N-verðu Snæfellsnesi og frá um kl. 15 undir Hafnarfjalli, á Kjalarnesi og í Hvalfirði. Í hámarki frá 18 til miðnættis. Þá verður jafnframt varhugavert á Reykjanesbraut í úrhellis rigningu,“ segir í ábendingu sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, sendi mbl.is. 

Fyrsta gula viðvör­un­in tek­ur gildi klukk­an fjög­ur síðdeg­is. Sú viðvör­un gild­ir fyr­ir miðhá­lendið og er til­kom­in vegna tals­verðrar rign­ing­ar og suðaust­an­storms. Klukk­an sex taka svo viðvar­an­ir gildi á þrem­ur svæðum til viðbót­ar, á Suður­landi, í Faxa­flóa og á Breiðafirði. Þær eru vegna hvassr­ar suðaustanátt­ar og tals­verðrar rign­ing­ar. Klukk­an átta bæt­ist við viðvör­un á Suðaust­ur­landi vegna tals­verðrar rign­ing­ar.

Viðvar­an­irn­ar falla svo úr gildi ein af ann­arri þegar líður á mánu­dag. 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varar fólk við veðrinu og minnir fólk á að tryggja lausamuni í görðum vegna þessa.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert