Reynir að sanna að hinir séu meðsekir

Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlé hefur nú verið gert á skýrslutöku í Rauðgerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skýrslutöku Angjelin Sterkajs er nú lokið og hefur hann lýst atburðunum í aðdraganda morðsins á Armando Beqirai, þann 13. febrúar síðastliðinn, svarað spurningum dómara um atburðinn og svarað spurningum ákæruvalds og verjenda.

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/Kristinn Magnússon

Segist hafa verið einn að verki

Búast má við því að eftir hlé klukkan 12:45 gefi skýrslu annað hvort Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho eða Shpetim Qerimi. Sphetim keyrði Angjelin í Rauðagerði, þar sem hann myrti Armando Beqirai, og Claudia er sögð hafa vitað að Angjelin ætlaði að bíða Armando bana, en Angjelin segir að hvorki Claudia né Sphetim hafi vitað af morðinu, hvorki fyrir það né strax eftir að það var framið.

Shpetim Qerimi. Hann huldi andlit sitt á meðan ljósmyndara og …
Shpetim Qerimi. Hann huldi andlit sitt á meðan ljósmyndara og upptökumenn fjölmiðla voru í dómsal en tók síðan niður grímu, gleraugu og húfu þegar þinghald hófst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Löng vika framundan

Angjelin er frá Albaníu og gaf því skýrslu sína með aðstoð túlks. Það hefur gert þinghald ansi flókið og langdregnara en annars væri og má gera ráð fyrir því að þinghald haldi áfram langt frameftir degi. 

Þegar allir fjórir sakborningar hafa veitt skýrslu í dag má búast við að þinghaldi ljúki en henni verður fram haldið á morgun þegar lögreglumenn, sérfræðingar og nokkur vitni gefa skýrslu. Önnur vitni gefa síðan skýrslu á miðvikudag og fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert