Ríkisstjórnin heldur velli

Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup.
Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin heldur velli með 46,7% atkvæða, sem myndi skila 32 mönnum inn á þing, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Rúv greinir frá.

Framsókn sækir í sig veðrið

Helstu breytingar á fylgi flokka á milli seinni hluta ágústmánaðar og fyrri hluta septembemánaðar eru þriggja prósentustiga fylgisaukning Framsóknarflokksins. 13% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag.

22% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en fylgi hans mælist rúmlega tveimur prósentustigum lægra en í ágúst, þótt lækkunin nái ekki að vera tölfræðilega marktæk. Fylgi annara flokka standa nokkurn veginn í stað.

Þá segjast 12% myndu kjósa Vinstri græn, rúmlega 11% Pírata, 11% Samfylkinguna og tæplega 10% Viðreisn, tæplega 8% Sósíalistaflokk Íslands, tæplega 8% Miðflokkinn, um 5% Flokk fólksins og 0,5% Frjálslynda lýðræðisflokkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert