Murat Selivrada, einn sakborninganna í Rauðagerðismálinu, segist ónýtur maður eftir lát Armandos Beqirai, sem myrtur var 13. febrúar síðastliðinn
Murat er gefið að sök að hafa bent Claudiu Sofiu Coelho Carvalho á bíl Armandos, sem síðan benti Angeljin Sterkasj á bílinn. Það leiddi til þess að hann vissi að hann væri á heimili sínu að kvöldi hins örlagaríka dags. Murat neitar sök, rétt eins og tveir aðrir sakborningar af alls fjórum, Shpetim Qerimi og Claudia Sofia. Aðeins Angjelin Sterkasj játar aðild sína að málinu.
Murat sagði í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann og Armando hefðu verið nánir, nánari en hann var morðingja hans, Angelji Sterkasj. Bæði sagðist Murat hafa þekkt Armando vel og einnig ekkju hans, Þórunni Helgu Gunnarsdóttur.
Hann segir að hann og Armando hafi kynnst er þeir unnu báðir við öryggisgæslu á skemmtistaðnum Paloma og síðar unnið saman í byggingarvinnu þar sem þeir hjálpuðu gjarnan hvor öðrum við hin ýmsu verkefni.
Spurður að því hvernig málið hefði haft áhrif á hann sagði Murat að hann vissi vart hvað hann ætti að hugsa, hann hefði verið náinn vinur hans en væri nú grunaður um aðild að morði hans – líf hans væri í rúst.
Murat segir að hann hafi ekki vitað af deilu Angejlis og Armandos, en þeir höfðu haft í líflátshótunum hvor við annan um hríð. Hann hafi talið sig vita um deilur milli vina Armandos og vina Angeljis en ekki á milli þeirra sjálfra. Hann frétti ekki af deilum þeirra á milli fyrr en á Landspítalanum eftir að Armando var látinn, eins og lýsti fyrir dómara, Guðjóni Marteinssyni.