Ríkisstjórnin til móts við Múlaþing og stofnanir

Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desember …
Frá Seyðisfirði eftir að stórar aurskriður féllu þar í desember 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Íslands hefur heitið því að veita Múlaþingi og stofnunum 713 milljóna króna fjárstyrk til þess að mæta þeim ófyrirséðu útgjöldum sem til komu vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í lok árs 2020. 

Stofnanirnar sem fá auka fjarveitingu eru alls níu en 640 milljónir koma í þeirra hlut. Af þeim fer stærstur hluti til Ofanflóðasjóðs, Veðurstofunnar og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra. 

Sveitarfélagið fær 76 milljónir vegna óvæntra útgjalda þess. „Sveitarfélagið ráðstafar styrknum eins og það metur best í endurreisn samfélagsins. Starfshópur ráðuneyta mun áfram vinna með sveitarfélaginu en í undirbúningi er verkáætlun um færslu menningarverðmætra húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert