Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás um klukkan korter í tíu í gærkvöldi.
Þar hafði hópur unglinga verið að gera dyraat og hafði húsráðandi hlaupið uppi einn unglinginn og haldið honum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Engin meiðsl urðu samkvæmt tilkynningu lögreglu og var málið tilkynnt til barnaverndar.
Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og slagsmál í nótt. Sömuleiðis voru nokkrar tilkynningar um ölvun og grunsamlegar mannaferðir á borði lögreglu í nótt.