Landris í Öskju nálgast tíu sentimetra

Askja í forgrunni og Vatnajökull í bakgrunni.
Askja í forgrunni og Vatnajökull í bakgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert lát er á landrisi í Öskju. Risið nálgast nú tíu sentimetra frá því fyrst tók að bera á því í byrjun ágúst

Benedikt Gunnar Ófeigsson, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, greinir frá þessu í samtali við mbl.is.

GPS-stöð inni í Öskjunni

Tæp vika er síðan land hafði risið um 6,5 til 7 sentimetra. Landrisið sést glögg­lega á GPS-stöð sem staðsett er inni í öskj­unni. Að auki nýt­ast gervi­tungla­mynd­ir til að staðsetja bet­ur miðjuna á landris­inu. Þær eru tekn­ar á nokk­urra daga fresti.

„Þannig get­um við fylgst með færsl­um upp á senti­metra, með því að bera nýj­ustu mynd­irn­ar sam­an við fyrri mynd­ir. Þær sýna sam­bæri­legt ris á við GPS-stöðina,“ sagði Benedikt í samtali við mbl.is í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert