Evran hefði reynst betur í faraldrinum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að evran hefði reynst betur sem gjaldmiðill þjóðarinnar þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Ekki sé víst að atvinnuleysi hefði aukist meira.

Til snarpra orðaskipta kom milli hennar og þáttastjórnenda Dagmála þar sem gjaldmiðlamálefni voru til umræðu. Þráspurðu þeir formanninn hvort hún teldi að íslenskt hagkerfi hefði komið betur út úr kórónuveirukreppunni en raun varð á ef hagkerfið hefði búið við evru í stað krónunnar.

Stöðugleikinn skiptir sköpum

Sagðist hún ekki sannfærð, frekar en ýmsir hagfræðingar um að atvinnuleysi hefði orðið meira ef gjaldmiðilinn hefði ekki sveiflast með hagkerfinu eins og raunin varð í tilfelli krónunnar. Segir hún þann stöðugleika sem fylgi evrunni mikilvægan og að ekki sé hægt að horfa fram hjá því.

Bendir hún á að atvinnuleysi hafi orðið mjög mikið hérna og meira en t.d. á Spáni þar sem ferðaþjónustan skipti miklu máli. Var henni þá bent á að mikið atvinnuleysi væri viðvarandi á Spáni og því óeðlilegt að bera þetta saman.

Viðtalið má í heild sinni sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert