„Mikilvægur sigur fyrir okkur og öll stéttarfélög í landinu“

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Haraldur Jónasson/Hari

Í dag féll dómur í máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. í Félagsdómi. Dómurinn staðfesti ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í FÍA.

„Þetta er mikilvægur sigur fyrir okkur og öll stéttarfélög í landinu, í raun og veru fyrir allan vinnumarkaðinn í þessari baráttu,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is

„Það er búið að taka langan tima að fá þessa niðurstöðu en hún liggur þá fyrir og við náttúrulega vonum eindregið að viðsemjendur okkar komi nú að borðinu fyrir tilstilli sáttasemjara og að við getum gengið til samninga án þess að þurfa að standa í einhverjum deilum og kýtum, það er leiðinlegt og lýjandi fyrir alla.“

Dómurinn staðfesti ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir …
Dómurinn staðfesti ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í FÍA. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Stórsigur gegn gerviverktöku

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna höfðaði máli fyr­ir Fé­lags­dómi í febrúar á þessu ári gegn flug­fé­lag­inu Blá­fugli og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, sem fer með samn­ings­um­boð fyr­ir fé­lagið. Þá var vísað til fram­ferðis Blá­fugls í yf­ir­stand­andi kjara­deilu við fé­lagið, þar sem öll­um flug­mönn­um var sagt upp og í fram­hald­inu til­kynnt að fram­veg­is verði ráðnir „sjálf­stætt starf­andi flug­menn.“

„Þetta er stórsigur fyrir okkur og náttúrulega í þessari baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn gerviverktöku. Þetta er yfirlýst markmið hjá stjórnvöldum og skattayfirvöldum að berjast gegn þessu þannig að þetta er dómur sem skiptir máli fyrir alla aðila,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert