Stuð í gígnum í kvöld

Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að stuð sé í gígnum …
Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að stuð sé í gígnum núna. Kristinn Magnússon

Hraunflæði í eldgosinu í Geldingadölum jókst um sjöleytið í kvöld. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að stuð sé í gígnum núna, og er aukning hraunflæðisins svipuð og hefur áður átt sér stað síðustu daga.

„Það er stuð í gígnum núna og svo rennur það úr Geldingadölum suður í átt að Nátthaga, svipað og átti sér stað fyrir nokkrum dögum,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands

„Við erum svolítið að leggja áherslu á það núna, þar sem það sést til dæmis vel á vefmyndavél mbl.is að þarna er fólk á ferð á lokuðu svæði, sem er ekki gott mál,“ segir hún og bendir á að á vefmyndavélum megi sjást glitta í höfuðljós nokkurra göngumanna af og til sem ganga á lokuðum svæðum.

Sjá má beint streymi frá eldgosinu hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka