Afgreiddu 79 mál á fáum dögum

Gríðarlegur fjöldi niðurstaðna hefur verið birtur síðustu daga.
Gríðarlegur fjöldi niðurstaðna hefur verið birtur síðustu daga. Ljósmynd/Glenn Carstens-Peters, Unsplash

Mikill hraði hefur færst í úrvinnslu umsagna vegna mála til umfjöllunar í samráðsgátt stjórnvalda. Klukkan fimm síðdegis í gær höfðu verið birtar niðurstöður í 79 málum í samráðsgátt stjórnvalda frá því á mánudag og bíða nú aðeins 163 mál úrvinnslu. Ráðuneyti segja úrvinnsluna taka tíma.

Síðasta laugardag fjallaði Morgunblaðið um á þriðja hundrað mála sem beðið hafa afgreiðslu ráðuneytanna. Niðurstöður í níu málum höfðu verið „í vinnslu“ frá árinu 2018 og í 30 málum frá árinu 2019 og var leitað til þriggja ráðuneyta til að fá skýringar á seinagangi úrvinnslunnar.

Dragist ekki að ljúka málum

Ritstjórn samráðsgáttarinnar er á höndum forsætisráðuneytisins og segir í svari þess: „Ritstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að ekki megi dragast að ljúka málum.“ Þá hafi verið farið á leit við ráðuneytin í júní um „að gengið verði frá málum sem hafa verið of lengi í stöðunni „Niðurstöður í vinnslu“. Til skoðunar er að umsjónarfólk samráðsmála fái sjálfvirkan tölvupóst frá stjórnborði samráðsgáttar sem minni á frágang mála eftir tiltekið tímamark.“ Þá sé mikilvægt fyrir „gæði samráðs og trúverðugleika samráðsgáttar að mál séu kláruð með fullnægjandi hætti innan viðunandi tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert