Bruni í Bríetartúni

Eldur logar í Bríetartúni 11 í Reykjavík. Miðað við frásagnir sjónarvotta og af ljósmyndum að dæma virðist svartur reykur koma út úr íbúð á annari hæð, sem er jafnframt fyrsta íbúðarhæð hússins.

Samkvæmt heimildum mbl.is eru íbúar fyrir utan, fjórir dælubílar, þrír sjúkrabílar auk lögreglubíla. Talið er að enginn hafi verið inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði.

Ekkert er enn vitað um upptök eldsins.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu aðrar en þær að allt lið hefur verið sent á staðinn.

Hér má sjá slökkvilið að störfum. Íbúðin virðist illa farin.
Hér má sjá slökkvilið að störfum. Íbúðin virðist illa farin. mbl.is/Ragnhildur

Uppfært 20:00: Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og enginn reykur kemur úr íbúðinni lengur samkvæmt heimildum mbl.is. Íbúðin sem kviknaði í er sögð gríðarlega illa farin.

Allt tiltækt lið slökkviliðs hefur verið sent á staðinn.
Allt tiltækt lið slökkviliðs hefur verið sent á staðinn. mbl.is/Ragnhildur
Talið er að enginn hafi verið inni í íbúðinni þegar …
Talið er að enginn hafi verið inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. mbl.is/Unnur Karen
Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn.
Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert