Kjörskrá lokað fyrr en vanalega

Kjósendum á kjörskrá í Reykjavík hefur fækkað frá síðustu kosningum …
Kjósendum á kjörskrá í Reykjavík hefur fækkað frá síðustu kosningum en íbúum hefur á sama tíma fjölgað um rúmlega 10 þúsund. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjósendur á kjörskrá í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi eru 690 færri en þeir voru fyrir kosningarnar 2017. Þetta vekur athygli í ljósi þess að frá 1. janúar 2017 til 1. janúar 2021 fjölgaði íbúum í borginni um 10.016. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hluta skýringarinnar vera þann að kjörskrá var lokað fyrr en venjulega, en það hitti þannig á skólaárið að námsmenn á stúdentagörðum, svo dæmi sé tekið, eru ekki rétt skráðir í Reykjavík heldur í sínu fyrra kjördæmi. Sagði Dagur í skriflegu svari til blaðsins að um mörg hundruð stúdenta væri að ræða.

Námsmenn úti þurfi að skrá sig

Þá væri ein helsta skýringin þó líklega sú að árið 2017 voru íslenskir námsmenn á Norðurlöndum sjálfkrafa á kjörskrá í sínu fyrra kjördæmi. Nú hefur Þjóðskrá breytt því verklagi þannig að námsmennirnir þurfa sérstaklega að tilkynna sig inn á kjörskrá fyrir þessar kosningar. „Ég vona að þetta leiði ekki til minni þátttöku námsmanna erlendis í kosningunum,“ segir Dagur.

„Varðandi kosningarétt í Reykjavík þá hefur mér vitandi aldrei verið rannsakað eða kannað hvort misvægi atkvæða milli landshluta leiði til þess að einhverjir letjist til að flytja lögheimili sitt til Reykjavíkur eða flytji það í önnur kjördæmi í tengslum við kosningar. Það er því ekkert hægt að fullyrða um hvort það skipti máli í þessu sambandi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að töluverður hluti fjölgunar íbúa á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár er úr röðum erlendra ríkisborgara. Þetta eru sannarlega Reykvíkingar en kosningaréttur til Alþingis er bundinn við ríkisborgararétt, ólíkt sveitarstjórnarkosningum þar sem kosningaréttur er rýmri. Norðurlandabúar með lögheimili í Reykjavik fá kosningarétt til borgarstjórnar strax við flutning lögheimilis en aðrir eftir fimm ára samfellda búsetu. Því er ekki að skipta í alþingiskosningum. Þar þarf ríkisborgararétt til,“ segir Dagur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert