Andlát: Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir.
Vilborg Dagbjartsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri.

Vil­borg fædd­ist á Vest­dals­eyri við Seyðis­fjörð 18.7. 1930. For­eldr­ar henn­ar voru Dag­bjart­ur Guðmunds­son, f. 19.10. 1886, d. 6.4. 1972, bóndi og sjó­maður á Seyðis­firði, og k.h., Er­lendína Jóns­dótt­ir, f. 3.5. 1894, d. 14.7. 1974, hús­freyja. Vil­borg lauk kenn­ara­prófi frá KÍ 1952, stundaði leik­list­ar­nám 1951-53, nám í bóka­safns­fræði við HÍ 1983 og dvaldi í Skotlandi og Dan­mörku 1953-55. Vil­borg var kenn­ari við Landa­kots­skóla 1952-53 og var kenn­ari við Aust­ur­bæj­ar­skóla 1955-2000 er hún lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir.

Vil­borg sendi frá sér fjölda ljóða- og barna­bóka en þýddi auk þess hátt á fimmta tug barna- og ung­linga­bóka og rit­stýrði bók­um. Tvær ævi­sög­ur Vil­borg­ar hafa komið út: Mynd af konu, eft­ir Krist­ínu Mar­ju Bald­urs­dótt­ur, útg. 2000, og Úr þagn­ar­hyl, eft­ir Þor­leif Hauks­son, útg. 2011.

Vil­borg var formaður Rit­höf­unda­fé­lags Íslands, sat í stjórn Stétt­ar­fé­lags ís­lenskra barna­kenn­ara, Rit­höf­unda­sam­bands Íslands og Menn­ing­ar- og friðarsam­taka ís­lenskra kvenna, tók þátt í und­ir­bún­ingi fyrstu Kefla­vík­ur­göng­unn­ar 1960, starfaði með Her­námsand­stæðing­um, var síðar einn af stofn­end­um Her­stöðva­and­stæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kven­frels­is­hreyf­ing­ar­inn­ar, átti þátt í stofn­un Rauðsokka­hreyf­ing­ar­inn­ar 1970 og ein af þrem­ur kon­um í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðurs­fé­lagi Rit­höf­unda­sam­bands Íslands frá 1998, heiðurs­launa­hafi Alþing­is til lista­manna og var sæmd ridd­ara­krossi ís­lensku fálka­orðunn­ar fyr­ir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000.

Maður Vil­borg­ar var Þor­geir Þor­geir­son, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvik­mynda­gerðarmaður og rit­höf­und­ur. Son­ur þeirra er Þor­geir Elís, f. 1.5. 1962, eðlis­efna­fræðing­ur sem vinn­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Son­ur Vil­borg­ar og Ásgeirs Hjör­leifs­son­ar, f. 13.1. 1937, fram­kvæmda­stjóra er Eg­ill Arn­ald­ur, f. 18.6. 1957, kenn­ari við Aust­ur­bæj­ar­skóla. Barna­börn­in eru alls fjög­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert