Telur eldinn hafa komið út frá rafhlaupahjóli

Íbúðin er gjörónýt.
Íbúðin er gjörónýt. mbl.is/Arnþór

Lög­regla tel­ur lík­legt að raf­hlaupa­hjól hafi or­sakað brun­ann í blokka­r­í­búð í Bríet­ar­túni í gær­kvöldi. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu fékk til­kynn­ingu um eld í íbúðinni um kvöld­mat­ar­leytið í gær og tókst svo að ráða niður­lög­um elds­ins um átta­leytið. 

Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að enn eigi eft­ir að rann­saka vett­vang brun­ans til hlít­ar og skera þannig úr um elds­upp­tök með fullri vissu. 

Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins.
Eld­ur­inn kom upp í íbúð á ann­arri hæð húss­ins. mbl.is/​Arnþór

Eld­ur­inn minni en virt­ist í fyrstu

Hún gat þó sagt við mbl.is að kenn­ing lög­reglu væri sú að eld­ur­inn hafi komið til vegna raf­hlaupa­hjóls. Spurð að því hvort e.t.v. hafi raf­hlaða hjóls­ins sprungið seg­ir Elín að of snemmt sé að segja til um slíkt. 

Tölu­verðar skemmd­ir eru utan á hús­inu og er búið að byrgja fyr­ir glugga, eins og ljós­mynd­ari mbl.is komst að þegar hann skoðaði vett­vang fyr­ir há­degi í dag.

Íbúðin sjálf er gríðarlega mikið skemmd, eins og varðstjóri slökkviliðs sagði við mbl.is í gær á meðan at­b­urðarás­inni vatt fram. Hann sagði að eld­ur­inn hafi þó verið minni en leit út í fyrstu og að vel hafi gengið að sinna slökkvi­starfi. 

Slökkvilið af­henti lög­reglu vett­vang­inn í gær þegar búið var að slökkva eld­inn og fer hún nú með rann­sókn brun­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert