Óróinn minnkar óvenjulega hægt

Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að koma á óvart.
Eldgosið í Geldingadölum heldur áfram að koma á óvart. mbl.is/Kristinn Magnússon

Órói við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­döl­um hef­ur minnkað hægt og ró­lega síðastliðinn sól­ar­hring eft­ir að hafa verið nokkuð mik­ill ör­fáa daga á und­an. 

Þetta seg­ir að sé mjög óvenju­legt, í þessu gosi a.m.k., á face­booksíðu Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hópi Suður­lands. 

Þar seg­ir að venju­lega minnki óró­inn nokkuð skarpt eft­ir að hafa verið mik­ill, en nú dró hægt og ró­lega úr hon­um. 

Ekki er gott að segja hvað veld­ur þessu, eins og kem­ur fram í inn­leggi á face­booksíðunni. Þar seg­ir að vana­lega falli gos­virkni niður á ör­fá­um mín­út­um og úr verði jafn­vel gos­hlé. Hvers vegna gosið hæg­ir á sér svona jafnt og þétt, er ekki vitað eins og áður seg­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert