Órói við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur minnkað hægt og rólega síðastliðinn sólarhring eftir að hafa verið nokkuð mikill örfáa daga á undan.
Þetta segir að sé mjög óvenjulegt, í þessu gosi a.m.k., á facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.
Þar segir að venjulega minnki óróinn nokkuð skarpt eftir að hafa verið mikill, en nú dró hægt og rólega úr honum.
Ekki er gott að segja hvað veldur þessu, eins og kemur fram í innleggi á facebooksíðunni. Þar segir að vanalega falli gosvirkni niður á örfáum mínútum og úr verði jafnvel goshlé. Hvers vegna gosið hægir á sér svona jafnt og þétt, er ekki vitað eins og áður segir.