Hraunið nær nú yfir 4,8 ferkílómetra

Hraunið teygir sig nú yfir 4,8 ferkílómetra og er 151 …
Hraunið teygir sig nú yfir 4,8 ferkílómetra og er 151 milljón rúmmetrar að stærð. mbl.is/Árni Sæberg

Hraunið sem renn­ur frá eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli mæl­ist nú um 151 millj­ón rúm­metr­ar og er flat­ar­mál þess 4,8 fer­kíló­metr­ar. Þetta sýna nýj­ustu mæl­ing­ar sem Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands grein­ir frá.

Til sam­an­b­urðar þá er Viðey um 1,7 fer­kíló­metr­ar að stærð. 

Flogið var yfir hraunið á föstu­dag­inn með Hassel­bald-mynda­vél og tekn­ar loft­mynd­ir til að meta stærð hrauns­ins. Gerð hafa verið land­líkön eft­ir þess­um mæl­ing­um og þau bor­in sam­an við eldri gögn.

Mæl­ing­arn­ar sýna að meðaltal hraun­rennsl­is yfir átta daga tíma­bil frá síðustu mynda­töku var 11,8 rúm­metr­ar á sek­úndu. Þetta er svipað hraun­flæði og var lengst af í maí og júní og held­ur meira en í ág­úst. Hins veg­ar lá niðri frá 9.-11. sept­em­ber og því er meðal­rennsli þeirra daga sem gosið var virkt, frá 11.-17. sept­em­ber, um 16 rúm­metr­ar á sek­úndu.

Þróun gossins

Frá því að gosið tók sig upp aft­ur 11. sept­em­ber hef­ur hraun runnið í Geld­inga­dali og niður í Nátt­haga, en það rann einnig á tíma­bili til norðurs þar sem það fyllti upp í skika sem var á milli norðurgíg­anna sem voru virk­ir í apríl.

Hraunið hef­ur frá því júlí ekki náð að renna út að jaðri á þeim stöðum sem fjærst­ir eru gígn­um. Seg­ir í vef Jarðvís­inda­stofn­un­ar að það sé vegna þess að lengst af hafi gosið verið með lotu­bundna virkni. Verði hins­veg­ar löng tíma­bil af sam­felldri virkni á kom­andi vik­um megi bú­ast við að hraun fari  að renna meira í innri rás­um og gæti þá aft­ur náð að jaðrin­um.

Þá seg­ir að skyndi­legt rennsli hrauns­ins fram Geld­inga­dali og niður í Nátt­haga sem átti sér stað 15. sept­em­ber hafi komið í stutt­um púlsi. Með rennsl­inu úr hrauntjörn­inni hafi hraun­slétt­an vest­an og norðvest­an gígs­ins sigið um 3-4 metra. „Það er því svo að sjá að þar hafi safn­ast fyr­ir bráðið hraun und­ir storknu yf­ir­borði í 3-4 daga, sem síðan braust fram,“ seg­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Graf/​Jarðvís­inda­stofn­un
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert