Rosmhvalurinn sem gerði sig gestkominn í Höfn í Hornafirði í gær er kominn aftur og lætur fara vel um sig á bryggjunni á nákvæmlega sama stað.
Hann sést óskýrt í vefmyndavél frá hafnarsvæðinu en fólk hefur gert sér ferðir til hans í kvöld og smellt af honum myndum.
Talið er að rosmhvalurinn sé hinn þekkti vandræðagemsi Valli, sem valdið hefur milljóna tjóni erlendis.