Svarar Kristrúnu: „Er þetta það sem koma skal?“

Andrea Sigurðardóttir og Kristrún Frostadóttir.
Andrea Sigurðardóttir og Kristrún Frostadóttir.

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, gagnrýnir skrif Kristrúnar Frostadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar, þar sem Kristrún sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um „samantekin ráð“ um að „keyra [sig] niður með smjörklípum, óhróðri“ og um að „gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum“ hennar.

Tístir Andrea eftirfarandi:

„Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um starfsumhverfi fjölmiðla. Er þetta það sem koma skal, að [fyrirspurnum] fjölmiðla sé ekki svarað og þeim svo gerðar upp einhverjar annarlegar hvatir þegar fjallað er um fjárfestingar stjórnmálamanns?“

Bendir hún á, rétt eins og gert er í umfjöllun Viðskiptablaðsins um rannsókn skattayfirvalda á áskriftarréttindakerfi Kviku banka – þar sem Kristrún var áður aðalhagfræðingur, að Kristrún hafi ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.

Verið er að skoða áskriftarréttindi í bankanum.
Verið er að skoða áskriftarréttindi í bankanum.

„Hvers vegna ekki bara að svara efnislega?“

Í umfjölluninni er fjallað um fjárfestingu hennar, sem er varla að fara í manninn þegar þú ert í pólitík. Hvers vegna ekki bara að svara efnislega og sleppa því að ráðast að fjölmiðlunum?“ spyr Andrea.

Tilefni skrifa Kristrúnar var eins og áður sagði umfjöllun Viðskiptablaðsins, þess efnis að kaupréttir Kviku væru til skoðunar. Greint er á um hvort áskrift­ar­rétt­indi Kviku banka telj­ist sem laun eða fjár­magn­s­tekj­ur.

Þar sem vikið er að frambjóðandanum í umfjöllun Viðskiptablaðsins segir eftirfarandi:

„Í hópi þeirra sem hóf störf í bankanum í þeim mánuði er Kristrún Frostadóttir, nú oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður en þá nýr aðalhagfræðingur Kviku. Viðskiptablaðið reyndi að ná á hana til að spyrja hvort og þá hvenær hún hefði nýtt sér sinn kauprétt og að endingu hvort greiddur hefði verið fjármagnstekjuskattur af hagnaðinum eða almennur tekjuskattur. Ekki hefur náðst í Kristrúnu við vinnslu fréttarinnar.“

„Kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku“

„Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku,“ skrifaði Kristrún meðal annars um þessa umfjöllun blaðsins.

Andrea tístir að endingu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka