Varnarsigur í Vatnsendamáli

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti á fimmtudag úrskurð héraðsdóms Reykjaness í svonefndu Vatnsendamáli.

Hinn staðfesti dómur viðurkenndi í maí síðastliðnum að skiptastjóri þrotabús Þorsteins Hjaltested skyldi afhenda sóknaraðila, Magnúsi Pétri Hjaltested, jörðina Vatnsenda í Kópavogi með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar, hagnýtingar, umráða og afnota samkvæmt fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938 og 29. október 1940. Hópur ættingja Magnúsar var til varnar í málinu og kröfðust þeir þess að kröfu Magnúsar Péturs Hjaltested yrði hafnað.

Magnús gerði þá kröfu í maí að þetta yrði viðurkennt en varnaraðilar byggðu á því að vandséð væri að skiptastjóri í þrotabúi Þorsteins væri til þess bær að afhenda sóknaraðila jörðina Vatnsenda, enda væri jörðin ekki eign þrotabúsins og yrði því ekki afhent úr búinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert