Lilja sendi forstjóra Apple bréf

Ljósmynd/Samsett

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðhera vill að iOS tæki tæknirisans Apple á borð iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur bjóði upp á íslensku í tungumálastillingum sínum. Þessu greinir hún frá í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag en þar birtir hún bréf sem hún sendi Tim Cook, forstjóra Apple.

„Kæri Tim Cook, sem mennta- og menningarmálaráðherra á Íslandi hef ég mikinn áhuga á aukinni tækninotkun, bæði í skólum og samfélaginu í heild.

Tækin kunna hins vegar ekki íslensku og því óttumst við afdrif tungumálsins okkar. Það hefur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarninn í menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar,“ segir í bréfinu, þar sem hún segir jafnframt að fáar þjóðir slái Íslendingum við varðandi fjölda nettenginga og fjölda snjalltækja á mann.

Móðurmálsþekking mikilvæg þroska barna

Þá nefnir hún mikilvægi móðurmálsþekkingar og málþroska barna:

Góð og alhliða móðurmálsþekking er mikilvæg fyrir persónulegan þroska barna, menntun þeirra og hæfni til að móta hugsanir sínar og hugmyndir. Með aukinni snjalltækjanotkun eykst því þörfin á að tækin skilji móðurmálið okkar,“ segir í bréfinu og því næst leitar hún til forstjórans við að „varðveita menningararfleið Íslands sem tungumálið geymir.

Ég bið Apple að leggja okkur lið með því að bæta íslensku við radd-, texta- og tungumálasafn sinna stýrikerfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert