Óviðunandi aðstæður hjá Barnavernd

Barnavernd Reykjavíkur flytur í nýja húsnæðið á næsta ári.
Barnavernd Reykjavíkur flytur í nýja húsnæðið á næsta ári. mbl.is/Sisi

Barnavernd Reykjavíkur hefur sprengt utan af sér núverandi húsnæði í Borgartúni og að auki er aðstaðan þar óboðleg samkvæmt lýsingum. Reykjavíkurborg hefur nú tekið á leigu húsnæði í Ármúla 4.

Í greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar er ófögur lýsing á þeim aðstæðum sem Barnavernd Reykjavíkur hefur mátt búa við. Skjólstæðingar þurfi m.a. að mæta í anddyri í stjórnsýsluhúsi þar sem oft er fjöldi fólks fyrir og ganga fram hjá kaffistofu starfsmanna til að mæta í viðtal. Um sé að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu og erfiðum aðstæðum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert