Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að efla geðheilbrigðisþjónustu í geðhjúkrunarrýmum á Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði og Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum.
Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins.
Styrkingin er gerð í samræmi við mat embættis landlæknis þar sem talið er nauðsynlegt að efla faglega geðheilbrigðisþjónusta á heimilum þar sem einstaklingar með flókna þjónustuþörf búa.
Mun geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Ás vinna saman í þessum tilgangi en Fellsendi mun vinna í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vesturlands og fagaðilum í geðheilbrigðisþjónustu eftir því sem við á.
Framangreint fyrirkomulag mun standa yfir í að minnsta kosti eitt ár sem tilraunaverkefni og verður 15 milljónum varið í það.
Mun markmiðið vera að styrkja geðheilbrigðisþjónustu í nálægð við íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja. Mun það annars vegar felast í auknu aðgengi notenda að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu og hins vegar eflingu starfsfólks heimilanna hvað varðar þekkingu og færni sem mun hjálpa til að veita þeim sértækan stuðning og umönnun.