Efla geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að efla geðheilbrigðisþjónustu í geðhjúkrunarrýmum á Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði og Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum.

Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins.

Styrkingin er gerð í samræmi við mat embættis landlæknis þar sem talið er nauðsynlegt að efla faglega geðheilbrigðisþjónusta á heimilum þar sem einstaklingar með flókna þjónustuþörf búa.

Í eitt ár sem tilraunaverkefni

Mun geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Ás vinna saman í þessum tilgangi en Fellsendi mun vinna í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vesturlands og fagaðilum í geðheilbrigðisþjónustu eftir því sem við á.

Framangreint fyrirkomulag mun standa yfir í að minnsta kosti eitt ár sem tilraunaverkefni og verður 15 milljónum varið í það.

Mun markmiðið vera að styrkja geðheilbrigðisþjónustu í nálægð við íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja. Mun það annars vegar felast í auknu aðgengi notenda að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu og hins vegar eflingu starfsfólks heimilanna hvað varðar þekkingu og færni sem mun hjálpa til að veita þeim sértækan stuðning og umönnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert