Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag, miðvikudag, í tilefni bíllausa dagsins, sem haldinn er hátíðlegur 22. september á hverju ári.
Strætó hvetur vegfarendur til að gefa bílnum kærkomna hvíld á morgun og nýta sér vistvænar samgöngur.
Ef til vill hafa fáir hvílt einkabílinn í gær vegna óveðursins en í dag er útlit er fyrir minnkandi norðvestanátt og stöku skúrir, vestan 5-13 m/s með morgninum og slydduél, en von er á hægari norðvestanátt og þurrt undir kvöld, hiti 2 til 6 stig.