Tvær milljónir um Almannagjá 2028?

Gestum á Þingvöllum fækkaði mikið í fyrra á tímum veirufaraldursins.
Gestum á Þingvöllum fækkaði mikið í fyrra á tímum veirufaraldursins. Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson

Álag á innviði og umhverfi í þjóðgarðinum á Þingvöllum vegna fjölgunar gesta jókst mikið á árunum áður en heimsfaraldurinn braust út og aðsóknarmet voru slegin. Árið 2018 komu t.a.m. 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og 65% þeirra heimsóttu Þingvelli.

Ári síðar var heildarfjöldi gesta samkvæmt gönguteljara í Almannagjá 1.313.936 manns. Þá gengu að meðaltali 3.600 manns í gegnum Almannagjá á dag. Örfáum árum fyrr eða á árinu 2015 komu 700.000 gestir á Hakið við gestastofuna á Þingvöllum og þeim fjölgaði svo ár frá ári og náði gestafjöldinn toppi 2017 þegar 1,5 milljónir heimsóttu Hakið.

Nú er gert ráð fyrir því, ef mið er tekið af spá Alþjóðaferðamálastofnunarinnar um þróun ferðaþjónustu í heiminum, að ferðamannafjöldi á Þingvöllum muni aukast á ný á næstu tveimur til fjórum árum.

Þessi þróun hefur vakið áleitnar spurningar um hver þolmörk þjóðgarðsins eru, hver þörfin er á frekari uppbyggingu innviða í þjóðgarðinum vegna fjölgunar gesta og jafnvel hvort að því gæti komið að setja þurfi aðgangstakmarkanir á Þingvöllum.

Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir, starfsmaður þjóðgarðsins, varði nýlega meistararitgerð sína við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún skoðar hvort nýta megi upplýsingar í þjóðgarðinum um gestakomur og notkun innviða, ásamt viðhorfskönnunum, til að spá um þörfina á uppbyggingu og hvaða áhrif fjölgun ferðamanna hafi á þolmörk innviða og upplifun gesta.

Hún bendir á að staðið hefur verið í ströngu í þjóðgarðinum við uppbyggingu innviða til þess að geta tekið á móti þeim mikla fjölda sem sótt hefur staðinn heim. M.a. var hafist handa við stækkun gestastofu á Hakinu 2016, bílastæði hafa verið stækkuð, göngustígar lagðir og útsýnispallar byggðir. Lítill vafi virðist þó vera á því að frekari uppbyggingar er þörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert