Ómar Friðriksson
Forystumenn í verkalýðshreyfingunni telja ekki rétt að kjarasamningunum verði sagt upp nú þegar endurskoðun samninganna fer í hönd fyrir mánaðamót, þrátt fyrir að forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að forsendur væru brostnar, þar sem stjórnvöld hafi ekki staðið við öll fyrirheit sem gefin voru við gerð lífskjarasamninganna.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, telur að þetta sé almenn skoðun manna innan verkalýðshreyfingarinnar.
„Við viljum bara að samningurinn haldi út samningstímabilið og höfum engan áhuga á því að samningarnir detti bara út. Við teljum það mikils virði að halda þeim. Þetta eru mjög skýrar línur af okkar hálfu.“