Bæta í samstarf Grænlands og Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lýsir yfir auknu samstarfi …
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lýsir yfir auknu samstarfi við Grænland. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Pele Broberg, ráðherra utanríkis-, iðnaðar- og loftlagsmála á Grænlandi, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um aukið samstarf landanna beggja.

Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á hlutverk Grænlands og Íslands í tengslum við loftslagsbreytingar á norðurslóðum og að skýrsla um samstarf Grænlands og Íslands á nýjum norðurslóðum leggi traustan grunn að því að greina ný og fleiri samstarfssvið. 

Auknum viðskiptum með vörur og þjónustu á undanförnum árum milli landanna er fagnað í yfirlýsingunni sem og endurupptöku beins flugs milli landanna, enda sé það mikilvægt skref í átt að enduruppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu eftir heimsfaraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert