Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem undirrita yfirlýsingu til stuðnings Katrínar Jakobsdóttur í embætti forsætisráðherra Íslands.
Jóhanna sagði sig úr flokknum snemma árs þar sem hún var ósátt við val á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.
Suðningsyfirlýsingin birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem greint er frá 80 nöfnum fólks sem vill sjá Katrínu áfram sem forsætisráðherra og greindi mbl.is frá því í dag að fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, væri á meðal þeirra.
Fleiri þekkta einstaklinga er að finna á listanum, t.d. Bubba Morthens tónlistarmann, Söndru B. Franks, formann Sjúkraliðafélags Íslands, Hilmi Snæ Guðnason leikstjóra og leikara og Gerði Kristný skáld.