Karlar voru 82% ákærðra árið 2020

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Af þeim 2.655 ein­stak­ling­um sem sættu ákæru á síðasta ári voru 2.168 karl­menn, eða um 82%. Ein­ung­is 475 þeirra, eða 18%, voru kon­ur. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu rík­is­sak­sókn­ara fyr­ir árið 2020.

Alls voru 9.132 mál af­greidd hjá ákæru­vald­inu í fyrra og fækk­ar af­greiðslum mála um 5,1% frá ár­inu 2019. Meðal þeirra mála sem voru af­greidd vörðuðu 1.193 auðgun­ar­brot, 880 vörðuðu brot á fíkni­efna­lög­gjöf­inni og 181 varðaði brot á vopna­lög­um. Auk þeirra voru 325 kyn­ferðis­brota­mál af­greidd og var ákært í 130 þeirra.

Flest­ir þeirra ákærðu voru á þrítugs- og fer­tugs­aldri, en 241 ein­stak­ling­ur á aldr­in­um 13 til 19 ára sætti einnig ákæru á þessu tíma­bili. 121 var orðinn eldri en 60 ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert