Ákveðið panikk í gangi

„Já ég held að það sé ákveðið panikk í gangi, algjörlega. Þetta eru náttúrulega flokkar sem kannski búast við að sjá talsvert meira fylgi í könnunum og svona, finnst þeim kannski vera að missa tökin. Já þá er einhverju spilað út,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og athafnastjóri. 

Inga Auðbjörg og Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála og ræða við Karítas Rík­h­arðsdótt­ur um loka­sprett­inn í kosn­inga­bar­átt­unni, formannap­all­borð Dag­mála og lands­lagið í stjórn­mál­um í Dag­mál­um. 

Snérist umræðan um ummæli Bjarkeyjar Ólsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, á facebook þar sem hún sagði ljóst að ef fram færi sem horfi að fylgi Vinstri grænna færi úr tæpum 17 prósentum í síðustu kosningum í um tíu prósent núna, væri einboðið að flokkurinn stæði utan næstu ríkisstjórnar. 

Sömuleiðis sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að álitamál væri hvort að Sjálfstæðisflokkurinn tæki þátt í samsteypustjórn við aðstæður sem kannanir MMR í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is hafa sýnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert