Segist ekki hafa séð kærurnar

Sigurður Guðjónsson, Hæstaréttarlögmaður.
Sigurður Guðjónsson, Hæstaréttarlögmaður. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður G. Guðjónsson Hæstaréttarlögmaður segist ekki hafa séð þrjár kærur sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur lagt fram gegn sér til lögreglu, Persónuverndar og Úrskurðarnefndar lögmanna. Hann segir sérkennilegt að RÚV hafi kærurnar undir höndum en ekki hann. 

Þór­hild­ur kom fram í viðtali hjá RÚV í síðasta mánuði og greindi frá kyn­ferðisof­beldi sem hún hafi orðið fyr­ir af hálfu Kol­beins Sigþórs­son­ar landsliðsmanns. 

RÚV greindi frá því í dag að kær­an varði Face­book-færslu Sig­urðar frá því fyrr í mánuðinum þar sem hann birti mynd­ir af rann­sókn­ar­gögn­um úr saka­mál­inu, sem síðar var fellt niður eft­ir að Kol­beinn greiddi m.a. Þór­hildi miska­bæt­ur og játaði sök.

Í færslu á Facebook gagnrýnir Sigurður lögmann Þórhildar, Gunnar Inga Jóhannsson. Segir hann Gunnar vera í „einhvers konar áróðursstarfi fyrir skjólstæðing sinn og kunni með því að hafa farði á svig við siðareglur Lögmannafélags Íslands“. 

Lögmaðurinn man vonandi eftir stjórnarskrárákvæði sem býður efnislega að sérhver er saklaus uns sekt er sönnuð. Þar er líka að finna ákvæði sem mælir fyrir um að allir eigi rétt á að fà skorið úr um sekt eða sakleysi fyrir sjálfstæðum og óháðum dómi. Lögmaður veit vonandi að ríkisfjölmiðillinn er ekki hluti dómskerfisins,“ skrifar Sigurður m.a. 

Þá segir Sigurður að hann vonist til þess að stjórnarmönnum í Lögmannafélagi Íslands sé „vonandi ljóst að skylduaðild að félaginu heftir ekki tjáningar- eða athafnafrelsi þeirra sem lögmannsréttindi hafa, nema að því leyti sem varðar rækslu lögmannsstarfa þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka