Valli snúinn aftur

Ljósmynd/Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

Rostungurinn kunnuglegi hann Valli, sem hefur ekki sést í nokkra daga, lét sjá sig í morgun í smábátahöfninni á Höfn í Hornafirði. 

Að sögn Brynjólfs Brynjólfssonar, forsvarsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, var Valli hinn rólegasti. 

„Valli hefur verið að láta sjá sig á kvöldin og nóttunni en hann hefur ekki sést í nokkra daga núna. Hann var þarna í morgun og var hinn rólegasti eins og alltaf.“

Ljósmynd/Fuglaathugunarstöð Suðausturlands




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert