Kröpp lægð á ferðinni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land. Henni fylgir hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestan til á landinu og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum, en seint í dag dregur úr vindi og úrkomu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Þá verður norðanáttin sömuleiðis stíf á Suðvesturlandi. Í öðrum landshlutum verður hægari vindur og þurrt að mestu. Síðdegis fer samt sem áður að rigna suðaustan til á landinu. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.

„Á morgun gengur svo önnur djúp lægð til vesturs fyrir norðan land. Þá er útlit fyrir norðvestan og vestan 15-23 m/s á Norður- og Norðvesturlandi með talsverðri snjókomu eða slyddu, og á Vestfjörðum hvessir enn frekar þegar líður á daginn. Á þessum slóðum er því útlit fyrir þunga færð og slæmt ferðaveður. Síðdegis á morgun dregur úr ofankomunni, og úr vindi annað kvöld.
Sunnan- og austanlands verður hins og vegar hægari vindur og rigning eða slydda með köflum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert