Kröpp lægð á ferðinni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kröpp lægð þokast nú til vest­urs fyr­ir norðan land. Henni fylg­ir hvöss norðanátt með slyddu eða snjó­komu norðvest­an til á land­inu og eru gul­ar viðvar­an­ir í gildi á þeim slóðum, en seint í dag dreg­ur úr vindi og úr­komu,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands. 

Þá verður norðan­átt­in sömu­leiðis stíf á Suðvest­ur­landi. Í öðrum lands­hlut­um verður hæg­ari vind­ur og þurrt að mestu. Síðdeg­is fer samt sem áður að rigna suðaust­an til á land­inu. Hiti verður á bil­inu 0 til 8 stig, sval­ast á Vest­fjörðum.

„Á morg­un geng­ur svo önn­ur djúp lægð til vest­urs fyr­ir norðan land. Þá er út­lit fyr­ir norðvest­an og vest­an 15-23 m/​s á Norður- og Norðvest­ur­landi með tals­verðri snjó­komu eða slyddu, og á Vest­fjörðum hvess­ir enn frek­ar þegar líður á dag­inn. Á þess­um slóðum er því út­lit fyr­ir þunga færð og slæmt ferðaveður. Síðdeg­is á morg­un dreg­ur úr ofan­kom­unni, og úr vindi annað kvöld.
Sunn­an- og aust­an­lands verður hins og veg­ar hæg­ari vind­ur og rign­ing eða slydda með köfl­um,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka