Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í umdæmum lögreglunnar á Norðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum.
Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjórans er bent á að spáð sé óveðri sem spillt geti færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt, sem síðan gangi vestur yfir Norðurland og nái hámarki á Vestfjörðum síðla dags á morgun.
Er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar til að athuga færð á vegum.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, vekur athygli á starfi deildarinnar á Twitter:
Jæja næsta verkefni... https://t.co/2PmGcIYYoi
— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) September 27, 2021