Þakplötur fjúka í Bolungarvík

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út í Bol­ung­ar­vík upp úr klukk­an átta í morg­un vegna þakplatna sem fuku í mikl­um vindi. 

Þá fuku einnig garðskúr­ar og aðrir lausa­mun­ir í óveðrinu og höfðu björg­un­ar­sveit­ir í nógu að snú­ast. Þar fyr­ir utan hef­ur þó verið ró­legt að mestu. 

Þetta seg­ir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Snældu­vit­laust veður geng­ur nú yfir norðvest­an­vert landið. Á vef Veður­stofu Íslands seg­ir að nú séu um 21 vindstig og mik­il úr­koma á vest­an­verðum Vest­fjörðum. Sam­kvæmt spá á að lægja með deg­in­um en þó ekki hratt, enn er spáð um 17 m/​s um klukk­an 18 í dag, mik­illi úr­komu og fjór­um gráðum. 

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert