Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Þessu greinir Vegagerðin frá á vefsíðu sinni en búist er við miklu óveðri í dag á norðanverðu landinu.
Fleiri vegum hafa verið lokað vegna veðurs. Á Vestfjörðum hefur Klettshálsi, Dynjandisheiði, Flateyrarvegi, Súðavíkurhlíð og Steingrímsfjarðarheiði verið lokað.
Á Norðurlandi hefur Þverárfjallsvegi, Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarðsvegi verið lokað.
Á Norðausturlandi hefur Mývatns- og Möðrudalsöræfum verið lokað og á Suðvesturlandi hefur Nesjavallaleið verið lokað.
Allt landið: Í dag þriðjudag er mjög slæm veðurspá fyrir mest allt landið og því má búast við að það verði ekkert ferðaveður. Vegfarendur eru beðnir að athuga aðstæður áður en þeir fara af stað. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 28, 2021