Inga Þóra Pálsdóttir
Búið er að aflétta rýmingu og öllum aðgerðum er lokið á Sauðárkróki en haldið var að krapstífla hefði myndast í Sauðá.
„Við keyrðum upp með allri ánni og það fannst engin krapstífla. Við vorum komin með þá sviðsmynd í huga að það hefði fryst í þessum sprænum sem renna ofan í gilið og þess vegna hætti að leka,“ segir Hafdís Einarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Skagfirðingasveitar, í samtali við mbl.is.
Hafdís segir að gamall félagi hennar hafi séð þetta gerast áður.
„Síðan kom gamall félagi til okkar í kvöld og sagðist þekkja þetta frá fyrri tíð að oft myndi fyrsti snjórinn virka sem þerripappír á vatnið og væntanlega gerðist það.“