Vonskuveður hefur gengið yfir landið í dag og óeðlilega mikið snjóað að sögn veðurfræðings. Lögreglan á Akureyri segir að veðrið sé gengið niður núna en í dag hafi orðið vatnstjón á kjallara á Siglufirði þegar úrkoman var sem mest.
„Þetta gerðist út af mikilli úrkomu, vatnið safnaðist saman við hús og flæddi niður,“ segir lögreglumaður á Akureyri í samtali við mbl.is.
Hann segir snjókomuna sem var í morgun fljótt hafa breyst í rigningu. Nú sé veðrið þó gengið niður.
„Það er allt eins og blómstrið eina í augnablikinu allavega.“