„Orkubúsmenn eiga heiður skilið

Jón Guðbjörn Guðjónsson er ánægður með störf starfsmanna Orkubús Vestfjarða.
Jón Guðbjörn Guðjónsson er ánægður með störf starfsmanna Orkubús Vestfjarða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Orku­bús­menn eiga heiður skilið fyr­ir þessa vinnu í alla nótt,“ skrif­ar Jón Guðbjörn Guðjóns­son, íbúi á Litlu-Ávík í Árnes­hreppi, í tölvu­pósti til mbl.is en raf­magni var komið á um sjöleytið í morg­un. Raf­magns­laust hafði verið frá því á ell­efta tím­an­um í gær­morg­un er lína slitnaði í Bólstað i Selár­dal í óveðrinu.

„Orku­bús­menn hjá Orku­búi Vest­fjarða á Hólma­vík voru við vinnu í alla nótt við að koma raf­magni á norður í Árnes­hrepp. Í fyrsta lagi brunnu rof­ar í spennistöðinni við Selá, sem er spennistöðin fyr­ir Árnes­hrepp. Það varð að fá spenn­ir frá Bol­ung­ar­vík, og það tókst í þessu vit­lausa veðri sem var. Í gær­kvöldi var grafa send norður en hún var lengi norður vegna ófærðar,“ seg­ir Jón Guðbjörn.

Hann seg­ir nokkra raf­magns­staura hafa farið að hall­ast mikið og lína hafi slitnað frá ein­angr­un­um í Tré­kyll­is­vík. „Þá var brot­inn staur á milli Djúpa­vík­ur og Kjós­ar og ým­is­legt fleira. Erfitt var að kom­ast um, blaut­ur snjór og ófærð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka