Rúmlega 300 jarðskjálftar mælst í dag

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hafa mælst rúmlega 300 skjálftar á svæðinu …
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hafa mælst rúmlega 300 skjálftar á svæðinu í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jarðskjálfti varð um hálf sex leytið í dag. Var hann 2,9 að stærð og upp­tök hans skammt suðvest­ur af fjall­inu Keili á Reykja­nesskaga. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hafa mælst rúmlega 300 skjálftar á svæðinu í dag.

Stærsti skjálftinn sem mældist í dag var um ellefu leytið í morgun, 3,5 að stærð.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær hef­ur skjálfta­virkni tekið sig upp að nýju í kviku­gang­in­um sem ligg­ur suðvest­ur af Keili, og var und­an­fari jarðeld­anna sem upp komu í Geld­inga­döl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka