Skiptar skoðanir um kvennaklefa í Sundhöllinni

„Eft­ir stækk­un Sund­hall­ar­inn­ar og bygg­ingu nýrra bún­ings- og sturtu­klefa fyr­ir kon­ur, „fjósið“ svo­nefnda, hef­ur ríkt ófremd­ar­ástand meðal kven­kyns sund­gesta þar sem þeim er gert að fara út og ganga ca. 25 metra til þess að kom­ast inn í gömlu Sund­höll­ina, þar sem eru nota­leg­ir og skjólgóðir heit­ir pott­ar og inni­laug­in,“ seg­ir í er­indi dr. Vil­borg­ar Auðar Ísleifs­dótt­ur sagn­fræðings sem hún sendi Reykja­vík­ur­borg. Málið var á dag­skrá Menn­ing­ar-, íþrótta og tóm­stundaráðs borg­ar­inn­ar í fyrra­dag.

Vil­borg seg­ir í bréfi sínu að gang­an frá bún­ings­klef­um kvenna sé mik­il raun að vetr­ar­lagi og heilsu­spill­andi. „Marg­ar eldri kon­ur eru hætt­ar að fara í sund af þess­um ástæðum, enda hef­ur kon­um verið sýnd mik­il lít­ilsvirðing í þessu máli.“ Þá seg­ir hún að málið sé grafal­var­legt frá lýðheilsu­sjón­ar­miði en stefnt sé að því að hver ein­stak­ling­ur haldi sem lengst lík­ams­færni sinni.

Morg­un­blaðið fékk í hend­ur af­rit af bréfi Vil­borg­ar til Ölmu Möller land­lækn­is frá 18. ág­úst sl. Þar kveðst hún tvisvar hafa skrifað sund­hall­ar­stjóra bréf um þetta efni og einnig borg­ar­stjórn en þeim bréf­um hafi ekki verið svarað. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert