Þetta snýst um að gefast ekki upp

Ólafur í hlíðum Úlfarsfells, en hann hefur þrisvar fengið heilablóðfall …
Ólafur í hlíðum Úlfarsfells, en hann hefur þrisvar fengið heilablóðfall á undanförnum tíu árum. „Ég er alltaf með sólgleraugu.“

„Þess­ar fjall­göng­ur hafa gjör­sam­lega bjargað mínu lífi,“ seg­ir Ólaf­ur Árna­son, fyrr­ver­andi sjó­maður og graf­ísk­ur hönnuður, sem hef­ur gengið 3.488 sinn­um upp á Úlfars­fell, en hann hef­ur þris­var fengið heila­blóðfall á und­an­förn­um tíu árum.

„Fyr­ir átta árum var ég nán­ast ósjálf­bjarga og rúm­liggj­andi og við það að bug­ast and­lega. Ég lamaðist að hluta, vinstri hliðin á mér var ónýt og ég gat ekki gengið nema með hækj­um. Stutt var í upp­gjöf og lítið eft­ir af lífs­vilja, en þá tók ég ákvörðun um að snúa við blaðinu. Ég ákvað að labba upp á Úlfars­fell, án þess að geta það, því ég var al­veg handónýt­ur og orðinn fatlaður, sem ég er reynd­ar enn. Ég fékk vin minn með mér og það tók okk­ur fjóra klukku­tíma að berj­ast upp í þetta fyrsta sinn. Ég er ekki þannig per­sóna að ég gef­ist upp eða hætti því sem ég er byrjaður á. Ástandið á mér í þess­ari fyrstu ferð var þannig að ég þurfti að setj­ast niður á tíu metra fresti, ná and­an­um og safna krafti fyr­ir næstu tíu eða tutt­ugu metra. Þetta var tekið í stutt­um áföng­um,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að hann gleymi aldrei til­finn­ing­unni sem fylgdi því að ná upp á topp­inn.

„Það var stór­kost­leg upp­lif­un og mik­ill sig­ur. Ég hékk á skilti sem er þarna uppi, rétti stelpu sím­ann minn og bað hana að taka mynd,“ seg­ir Ólaf­ur og hlær. „All­ar göt­ur síðan hef ég farið nán­ast dag­lega upp á Úlfars­fell, en reynd­ar fót­braut ég mig í sum­ar og þurfti að vera frá í tvo mánuði á spít­ala.“

Hann seg­ir breyt­ing­una á lík­am­legu og and­legu ástandi sínu gríðarlega, frá fyrsta skipt­inu sem hann gekk á fjallið og þar til núna.

„Ég fer þetta núna án þess að finna fyr­ir því, það eykst varla hjart­slátt­ur­inn. Úthaldið er ofboðslega gott en var ekk­ert fyr­ir átta árum. Ég er líka bú­inn að ganga á öll fjöll hér í ná­grenn­inu; Mósk­arðshnjúka, Esj­una, Víf­il­fellið, Skála­fell, Helga­fell og Mos­fell.“ 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka