32 þúsund ferðagjafir enn ónotaðar

Af nýttum ferðagjöfum hefur 64 milljónum króna verið varið hjá …
Af nýttum ferðagjöfum hefur 64 milljónum króna verið varið hjá N1. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega 206 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöf­ina sem renn­ur út á miðnætti. Um 280 þúsund ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri, með lög­heim­ili á Íslandi fengu út­hlutað ferðagjöf að and­virði 5.000 króna fyrr á ár­inu en ónotaðar ferðagjaf­ir eru nú um 74 þúsund tals­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mæla­borði ferðaþjón­ust­unn­ar.

Af sótt­um ferðagjöf­um hafa 174.282 þeirra verið notaðar að hluta en 151.122 full­nýtt­ar, sem sam­svar­ar um 850 millj­ón­um króna. Þá eiga um 32.384 þeirra sem hafa sótt gjöf­ina eft­ir að nota hana, sem sam­svar­ar 183 m.kr.

401 millj­óna króna varið á veit­inga­stöðum

Af nýtt­um ferðagjöf­um hef­ur 401 millj­ón kr. verið varið á veit­inga­stöðum.

Óli Már Ólason, einn eig­enda Kol Restaurant seg­ir fleiri nýta sér ferðagjöf­ina á veit­ingastaðnum nú þegar hún fer að renna út, innt­ur eft­ir því.

„Ann­ars hef­ur þetta bara verið svo­an upp og ofan. Við höf­um fundið mik­in mun sein­ustu tvær vik­ur og fólk mikið verið að hringja inn til að spyrja hvort það geti nýtt gjöf­ina hjá okk­ur. Það hef­ur líka verið að nota gjöf­ina til að kaupa gjafa­bréf.

Eflaust hafa einhverjir nýtt ferðagjöfina til að kaupa sér góða …
Ef­laust hafa ein­hverj­ir nýtt ferðagjöf­ina til að kaupa sér góða pítsu. Árni Sæ­berg

Ey­vind­ur Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Fjall­kon­unn­ar er á sama máli en hann seg­ir notk­un ferðagjaf­ar­inn­ar á staðnum hafa auk­ist jafnt og þétt síðastliðna daga, innt­ur eft­ir því.

„Síðustu tvo daga og síðustu tvær, þrjár helg­ar hef­ur fólk mikið verið að nota hana. Ég held það sé al­veg bein­tengt því að hún er að fara renna út. Við erum líka búin að vera með smá aug­lýs­inga­her­ferð í gangi um að fólk geti fram­lengt ferðagjöf­inni með því að kaupa gjafa­bréf hjá okk­ur. Fólk hef­ur svo­lítið verið að nýta sér það.“

Þá hafa 146 millj­ón­ir kr. verið varið í afþrey­ingu og 128 millj­ón­ir kr. í sam­göng­ur.

Flest­ir hafa nýtt ferðagjöf­ina sína hjá N1, Olís, Sky Lagoon, KFC og Flug­leiðahót­el­um.

Hægt er að nálg­ast ferðagjöf­ina á is­land.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert