Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð suðsuðvestur af Keili klukkan 11.14 í morgun. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er stærsti skjálftinn á svæðinu síðan annar skjálfti, 3,7 að stærð, varð norðvestur af Keili rétt fyrir klukkan tvö nótt.
Um 950 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina vera að aukast frá því í gær og að skjálftarnir séu að koma á mínútufresti og jafnvel tveir á mínútu.
Vísindaráð almannavarna fundar klukkan 13 í dag í gegnum fjarfundarbúnað. Þar verður meðal ný gervihnattamynd af svæðinu skoðuð.