Íslensk málnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir vel framkvæmd verk á sviði málræktar eða þess er talið er líklegt að efli íslenska tungu. Málræktarþing var haldið í dag og bar þingið yfirskriftina „Íslenskukennsla á 21. Öld“.
Á þinginu voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu málræktar. Ólöf Ása Benediktsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu. Sævar H. Bragason hlaut þá einni viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í fræðslu í náttúruvísindum á íslensku.
Þá hlutu þau Aneta M. Matuszewska, Hjalti Ómarsson og Beata Líf Czajkowska, úr Retor Fræðslu, viðurkenningu fyrir frumkvæði í íslenskukennslu fullorðinna innflytjenda.