Inga Þóra Pálsdóttir
Bændur misstu tugi kinda í óveðrinu sem skall á þriðjudaginn síðasta. Ekki er komin heildarmynd á tjónið en bændur eru hvattir til að tilkynna um tjón.
„Við erum ekki komin með heildarmynd af þessu. Við höfum kallað eftir því að bændur haldi utan um þetta og tilkynni tjónið,“segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is.
Spurður hvort bændur höfðu getað undirbúið sig betur undir þetta segir Unnsteinn ekki halda það þar sem veðrið versanaði fyrr en búist var við.
„Þetta verður kemur úr átt sem menn eru ekki vanir að fá svona veður úr. Fyrir vikið mynduðust hættur þar sem menn höfðu ekki gert ráð fyrir þeim. Veðrið kom skyndilega, varð aðeins verra en menn áttu von á og veðrið hagaði sér öðruvísi en menn eru vanir að eiga við,“ segir Unnsteinn.
Unnsteinn segist hafa heyrt af því að nágrannar hafi hjálpað við smölun sem og að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út í einhverjum tilvikum. Þá hefur Unnsteinn einungis heyrt af tjóni í Húnavatnssýslu og á Ströndum.