Rétt fyrir klukkan tvö í dag reið yfir jarðskjálfti sem var 3,5 að stærð, en upptök hans voru hálfan kílómetra suðsuðvestur af Keili. Varð skjálftans vart á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Stöðug skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu sólahringa. Ríflega 1.500 skjálftar hafa mælst á svæðinu suðvestur af Keili síðan hrina hófst þann 27. september.
Ekki hefur orðið vart við óróa samhliða þessu.