Margar konur hafa lýst yfir óánægju sinni

Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilauginni.
Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilauginni. mbl.is/Unnur Karen

„Það má vel vera að konur hafi ekki kvartað við forstöðumann Sundhallarinnar vegna búningsklefa kvenna, en málið hefur verið rætt rækilega á samfélagsmiðlum og margar konur tjáð þar óánægju sína,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir að í þjónustukönnun Maskínu (nóvember 2018 til janúar 2019) megi sjá tugi kvartana vegna búningsaðstöðu kvenna í Sundhöllinni.

Morgunblaðið sagði í gær frá óánægju dr. Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur sem kvartaði við borgaryfirvöld vegna búningsklefa kvenna í Sundhöllinni. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, sagði að ekki hafi verið mikið kvartað yfir staðsetningu kvennaklefans. Þá geti konur fengið að fara innandyra til laugar í vondum veðrum, þótt sú leið sé ekki skemmtileg.

Kolbrún segir að ef til vill hafi fáar konur kvartað við forstöðumanninn vegna þess að þær telji það tilgangslaust enda liggi ákvörðunarvaldið hjá meirihlutanum í borginni. „Það nær ansi skammt að leyfa konum og stúlkum aðeins að ganga innandyra úr klefa í innilaug í vondum veðrum. Nú er endurgerð og lagfæringum á Sundhöllinni lokið. Forstöðumaðurinn og segir að gamli búningsklefi kvenna verði notaður í einhverri mynd. Af hverju geta konur ekki fengið aftur gamla búningsklefann óski þær þess,“ spurði Kolbrún. Hún segir að ef það kallar á fleira starfsfólk að taka gamla kvennaklefann í daglega notkun eigi það að vera auðleyst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka