Margar konur hafa lýst yfir óánægju sinni

Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilauginni.
Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilauginni. mbl.is/Unnur Karen

„Það má vel vera að kon­ur hafi ekki kvartað við for­stöðumann Sund­hall­ar­inn­ar vegna bún­ings­klefa kvenna, en málið hef­ur verið rætt ræki­lega á sam­fé­lags­miðlum og marg­ar kon­ur tjáð þar óánægju sína,“ seg­ir Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins. Hún seg­ir að í þjón­ustu­könn­un Maskínu (nóv­em­ber 2018 til janú­ar 2019) megi sjá tugi kvart­ana vegna bún­ingsaðstöðu kvenna í Sund­höll­inni.

Morg­un­blaðið sagði í gær frá óánægju dr. Vil­borg­ar Auðar Ísleifs­dótt­ur sem kvartaði við borg­ar­yf­ir­völd vegna bún­ings­klefa kvenna í Sund­höll­inni. Drífa Magnús­dótt­ir, for­stöðumaður Sund­hall­ar­inn­ar, sagði að ekki hafi verið mikið kvartað yfir staðsetn­ingu kvenna­klef­ans. Þá geti kon­ur fengið að fara inn­an­dyra til laug­ar í vond­um veðrum, þótt sú leið sé ekki skemmti­leg.

Kol­brún seg­ir að ef til vill hafi fáar kon­ur kvartað við for­stöðumann­inn vegna þess að þær telji það til­gangs­laust enda liggi ákvörðun­ar­valdið hjá meiri­hlut­an­um í borg­inni. „Það nær ansi skammt að leyfa kon­um og stúlk­um aðeins að ganga inn­an­dyra úr klefa í inni­laug í vond­um veðrum. Nú er end­ur­gerð og lag­fær­ing­um á Sund­höll­inni lokið. For­stöðumaður­inn og seg­ir að gamli bún­ings­klefi kvenna verði notaður í ein­hverri mynd. Af hverju geta kon­ur ekki fengið aft­ur gamla bún­ings­klef­ann óski þær þess,“ spurði Kol­brún. Hún seg­ir að ef það kall­ar á fleira starfs­fólk að taka gamla kvenna­klef­ann í dag­lega notk­un eigi það að vera auðleyst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert