Rannsókn í máli Arons Einars tekin upp að nýju

Mál Arons Einars Gunnarssonar er til rannsóknar að nýju ef …
Mál Arons Einars Gunnarssonar er til rannsóknar að nýju ef marka má heimildir RÚV. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu tók nú fyr­ir skömmu upp að nýju rann­sókn á meintu broti fyr­irliða ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu, Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar.

Aron sagði í yf­ir­lýs­ingu nú í dag að ástæða þess að hann hafi ekki verið val­inn í landsliðshóp hlyti að vera þær sögu­sagn­ir sem væru á kreiki um meint brot hans í Kaup­manna­höfn árið 2010. Þá þver­tók Aron fyr­ir að hafa brotið gegn nein­um.

Í áður­nefndri yf­ir­lýs­ingu frá Aroni sagðist hann óska eft­ir því að fá að gefa skýrslu hjá lög­reglu um um­rætt kvöld og at­b­urði þess fyr­ir ell­efu árum síðan. Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu RÚV var lögð fram kæra vegna máls­ins á sín­um tíma en kær­an síðar dreg­in til baka.

Rúv greindi frá mál­inu nú í kvöld og var ný­verið óskað eft­ir því að rann­sókn máls­ins yrði tek­in upp að nýju. Það hef­ur nú verið gert ef marka má heim­ild­ir RÚV.

Aldrei hafa brotið á nein­um

Yf­ir­lýs­ing Arons hef­ur fengið mis­góðar und­ir­tekt­ir net­verja líkt og mbl.is fjallaði um nú í kvöld. En í yf­ir­lýs­ing­unni sagðist hann aldrei hafa brotið á nein­um og að lög­regl­an hafi aldrei haft sam­band við hann vegna máls­ins.

Þá taldi hann næsta víst að frá­far­andi stjórn hafi haft mikið með það að gera að hann var ekki val­inn í landsliðshóp­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert